Menning, Skemmtun

Syngja veiruna burt

Tags: ,

-April 18, 2020

Facebookhópurinn Syngjum veiruna í burtu heur notið vinsælda að undanförnu en þar deilir fólk myndböndum af sér syngjandi með það að gleðja hvert annað, og auðvitað í þeirri von að COVID-19 fari sem fyrst í á brott.

Nýverið tóku ýmsir meðlimir hópsins sig saman, skelltu íslenskum texta um ástandið við lagið Eye of the Tiger, og sungu hástöfum í gegn um fjarfundarbúnað. Útkoman er ótrúlega skemmtileg og má sjá hér:

Við hvetjum ykkur líka til að fylgjast með hópnum og jafnvel taka sjálf þátt!

Í lýsingu á hópnum segir:

Höfum gaman saman syngjum veiruna burtu hver með sínu nefi… Ég skora á þig að skella inn söngmyndbandi það þarf ekki að vera æft eða fullkomið bara hafa gaman.

Og svo á ensku:

This is group about people coming together and posting their own home recordings of themselves performing a song of their own choice. Anyone is welcome to post any song with the one common goal of singing the virus away.