Velferð

Fjármálavit gefur grunnskólum kennslubók í fjármálalæsi

Tags: , , ,

-April 21, 2020

Fjármálavit gefur grunnskólum kennslubókina „Fyrstu skref í fjármálum” eftir Gunnar Baldvinsson sem hentar vel til kennslu í fjármálalæsi. Bókin er skrifuð fyrir nemendur í 10. bekk.

Yfir 90 grunnskólar hafa þegið um 5000 eintök síðustu tvö ár og nú er útgáfa nr. 2 komin út sem hefur einnig verið gefin út á ensku, grísku og spænsku.

Bókinni fylgir stuðningsefni fyrir kennara og fjölmörg verkefni sem aðgengileg eru á vefsíðu Fjármálavits.

Fjölbreytt og aðgengilegt fræðsluefni er að finna á vef Fjármálavits sem við hvetjum ykkur til að skoða. Hér er síðan tengill á heilræði frá Páli Óskari sem hvetur ungt fólk til að spara og huga vel að eigin fjármálum.

Fjármálavit er fræðsluvettvangur með áherslu á námsefni í fjármálalæsi fyrir ungmenni á aldrinum 13 – 15 ára. Markmiðið er að bæta fjármálalæsi og stuðla að upplýstri ákvarðanatöku í fjármálum með áherslu á sparnað og fyrirhyggju.

Fjármálavit er í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) sem fjármögnuð eru með aðildargjöldum. Aðildarfyrirtæki samtakanna eru 25 og má sjá þau hér. 

Forsíða bókarinnar