Matur, Nýsköpun

Nýr vegan-ís sendur heim

Tags: ,

-April 17, 2020

Í dag var opnað fyrir pantanir hjá Veggís sem framleiðir vegan ís. Að Veggís standa fimm ungir frumkvöðlar sem eru að vinna verkefni í fyrirtækjasmiðju við Menntaskólann við Sund, þeir Viktor Markússon Klinger, Þórir Rafn Þórirsson, Nökkvi Þór Ragnarsson, Eldur Aron Eiðsson og Orville Magnús Secka. Ísinn er framleiddur í samstarfi við fyrirtækið Svansís. 

„Við vorum bara að opna fyrir pantanir rétt áðan og fólk er byrjað að panta,” segja þeir.

Ísinn er 100% vegan og inniheldur meðal annars hrísmjólk, lágmarks magn af sykri, vegan bragðefni og hrísgrjónagrunn.

Tvær bragðtegundir eru í boði.

Sorbet Mangó ís sem er ferskari en hefðbundin mjólkurís þar sem við notuðum mangó, bragðefni & þykkni til að ná fram góðu og miklu bragði.

Vegan hindberjaís sem inniheldur 30% hindber, í honum notumst við hrísmjólk í stað kúamjólkar til að ná fram sömu áferð og á hefðbundnum mjólkurís.

Ísinn er seldur í 470 ml endurvinnanlegum umbúðum sem fólk er hvatt til að setja í bláu tunnuna. Verð: 890 kr hvert box.

Frí heimsending er á höfuðborgarsvæðinu ef pöntuð eru 2 box eða fleiri. Hægt er að panta ís með tvennum hætti; senda skilaboð í gegn um Facebooksíðu Veggíss eða í gegn um Instragramsíðuna @veggis.ehf

Greitt er með millifærslu, afhending er snertilaus til að fylgja reglum samkomubanns og ísinn er afhentur milli klukkan 19:00 og 22:30+ sama dag og er pantað.

„Við hlökkum til að afhenda þér ísinn og endilega sendu okkur skilaboð með áliti þínu á honum á síðunni okkar,” segja þeir. 

Myndir/Veggís