„Við höfum verið með verkefni sem við hrundum af stað í samkomubanninu sem ber heitið Kirkjan kemur til fólksins,” segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu, í samtali við Alltgott.is.
Páskahátíðin er í vændum sem er ein stærsta hátíð í kristni þar sem dauða og upprisu Jesú Krists er minnst. Fyrir marga eru það því mikil viðbrigði að geta ekki farið í kirkju um páskana eða sótt aðrar samkomur.
Meðal þess sem heyrir undir verkefnið Kirkjan kemur til fólksins er:
- Heimahelgistundir á sunnudögum í streymi á visir.is
- Tilveran, þáttur á Hringbraut um guðfræðileg málefni vonar, birtu, þrenginga og þrautarsigra
- Hljóðvarp um menningar og dægurlíf Kirkjunnar
- Netkirkja.is þar sem hægt að nálgast faglega sálgsæslu allann sólarhringinn
- Kirkjan til fólksins – ritröð hugvekja í Morgunblaðinu
- Nýr sunnudagaskóli frumsýndur hvern sunnudag á netinu
- Bæn dagsins í tölvupósti, skráning hér
- Biblían á netinu, biblian.is. Biblían á hljóðbók
- Biblíusögur barna á öllum aldri
- Kirkjuklukknahljómur og bænastundir í hádeginu í kirkjum landsins
Allar nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á sérstakri síðu þar sem einnig er hægt að nálgast dagskrá einstakra sókna sem halda úti metnaðarfullri dagskrá: Kirkjan kemur til fólksins