Börn

Páskabingó Ferðafélags barnanna

Tags: ,

-April 7, 2020

Ferðafélag barnanna hefur útbúið skemmtilegt páskabingó þar sem hvatt er til útiveru yfir páskahátíðina. Merkt er við hverja athöfn sem hefur verið lokið þar til búið er að merkja við allt á bingóspjaldinu. Áfram er þó mælst til þess að ferðast bara innanhúss en nauðsynlegt er þó að fara eitthvað út og fá ferskt loft. Muna bara tveggja metra regluna!

Hér á vefsíðu Ferðafélags barnanna má finna upplýsingar um alls konar skemmtilegar ferðir sem farið verður í þegar samkomubanni lýkur. Félagið er líka með Facebooksíðu.

Ferðafélag barnanna er deild innan Ferðafélags Íslands og þàtttakendur þurfa að vera félagar í FÍ. Einstaka ferðir FB eru þó ōllum opnar.