Óflokkað

Ókeypis bílatryggingar hjá Sjóvá í maí

Tags: , ,

-April 5, 2020

Viðskipta­vinir Sjóvá greiða ekki fyrir bíla­trygg­ingar heim­il­is­ins í maí. Þetta á við um bæði lögboðnar öku­tækja­trygg­ingar og kaskó.

Á vef félagsins segir að ástæða þessa sé að umferð hafi dregist mikið saman eftir að samkomubann tók gildi og geri megi ráð fyir að slysum og tjónum fækki samhliða því.

Þess vegna viljum við bregðast við þessum tíma­bundnu aðstæðum þannig að ein­stak­lingar greiði ekki fyrir trygg­ingar einka­bíla sinna hjá okkur í maí, þótt þær séu auðvitað í fullu gildi. Þetta á við um alla ein­stak­linga sem eru með bif­reiðatrygg­ingar fyrir öku­tæki í al­mennri notkun í gildi hjá okkur þann 1. maí.

Sjóvá

Allar nánari upplýsingar um þessa niðurfellingu er að finna á vef Sjóvá: Spurt og svarað