Pistlar, Ritstjórn

Litlu stóru hlutirnir

Tags: , ,

-April 16, 2020

Erla Hlynsdóttir skrifar:

Ég varð strax spennt þegar ég fékk inn um póstlúguna bréf þar sem hafði verið handskrifað utan á umslagið. Hvað gat þetta eiginlega verið? Inni í umslaginu var annað umslag. Þar var skýrt tekið fram að hún Lovísa, dóttir mín, ætti að fá kisulímmiðana sem fylgdu með og það strax. Lovísa á kisuna Línu sem hún elskar meira en allt. Lína verður bráðum fjögurra ára og er mikilvægur hluti af fjölskyldunni. En það var líka kort. Þegar ég opnaði það sá ég að sendingin var frá Unu vinkonu minni, Unu Björg Jóhannesdóttur. Vinkonu til tuttugu ára! Við kynntumst þegar við vorum báðar að vinna á deild 12 á Kleppi og ég hef verið svo heppin að eiga hana að vinkonu síðan. 

Mig langar gjarnan að þið lesendur sendið til mín ábendingar um skemmtilegt efni sem á heima hér á síðunni. Netfangið er alltgott@alltgott.is Ég get alltaf hringt og tekið smá viðtal. Fyrst og fremst langar mig að þið vitið að það þarf enga stórviðburði til að efni eigi hér heima. Kort frá vinkonu og sending af límmiðum er stórgóð ástæða til að gera smá grein. Oft eru það einmitt litlu hlutirnir sem kæta mest. Ég er hrifin af gleðinni í hversdeginum.

Takk, elsku Una. Ég er aldeils heppin að hafa kynnst þér. Tökum næstu 20 árin með trompi. 

Þín vinkona. 
Erla