Menning

Forlagið gefur hljóðbækur

Tags: , , ,

-April 6, 2020

„Forlagið leggur sitt af mörkum til að reyna að gleðja fólk í samkomubanninu,” segir Embla Ýr Teitsdóttir, kynningarstjóri. Þeir sem eru með app Forlagsins geta sótt þrjár ókeypis hljóðbækur.

Þetta eru bækurnar:

  • Skjáskot eftir Berg Ebba
  • Hnífur eftir Jo Nesbø
  • Fjallaverksmiðja Íslands eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur

Hægt er að hlusta á bækurnar beint í gegnum vafra í tölvunni eða í gegnum appið Forlagið – hljóðbók í síma eða snjalltæki. Appið er fáanlegt bæði fyrir iOS stýrikerfið (iPhone og iPad) og Android.

Ef þú hefur áhuga á að skoða úrval hljóðbóka á vef Forlagsins smelltu þá hér á Hljóðbækur.


Skjáskot er magnað og upplýsandi ferðalag um mannshugann og áskoranir dagsins í dag. Man einhver eftir tvöþúsundvandanum, rotten.com eða Columbine-árásinni og skipta þessi atriði máli til að skilja nútímann? Hver eru tengslin milli falsfrétta og gervigreindar? Hvernig líður okkur í heimi þar sem allar skoðanir og hugsanir eru flokkaðar, fá einkunn og umsagnir? Hefur allt merkingu? Hræðist nútímafólk ekki lengur eld og tortímingu, heldur einmitt þá staðreynd að framvegis mun aldrei neitt gleymast eða eyðast?

– Um Skjáskot / Forlagið.is

Harry Hole er ekki á góðum stað í lífinu. Rakel, ástin hans eina, sagði honum upp. Hann fékk nýtt tækifæri hjá ofbeldisglæpadeild Oslóarlögreglunnar en er einungis látinn sinna smámálum – og alls engu sem tengist raðnauðgaranum og morðingjanum Svein Finne, sem hefur nú verið sleppt úr fangelsi eftir að hafa setið þar árum saman fyrir hrottalega glæpi.Harry er sannfærður um að Finne taki fljótt upp fyrri siði. Og vei þeim sem verður á vegi hans. Einn morguninn vaknar Harry svo óvenjusjúskaður, jafnvel á hans mælikvarða, og blóðugur á höndunum. En blóðið er ekki úr honum. Þar með hefst martröð sem Harry hefði ekki óskað sínum versta óvini.

Um Hnífinn / af vef Forlagsins

Sjö nýstúdentar af fjallamennskubraut á Höfn stefna hver í sína áttina áður en vindurinn blæs þeim öllum inn í sama braggann skammt frá Jökulsárlóni. Þar stofna þau Fjallaverksmiðju Íslands – draumasamfélag til dýrðar náttúru, sjálfbærni og nægjusemi. Í bragganum er prjónað og bruggað, ruslað og eldað, elskað og dreymt, og boðskap Fjallaverksmiðjunnar er streymt beint á netið þar sem sífellt fleiri fylgjast með. En daginn sem Emma finnst á lóninu breytist allt.Bækur Kristínar Helgu Gunnarsdóttur hafa notið mikilla vinsælda og hlotið margs konar viðurkenningar. Ungmennabókin Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkur og Fjöruverðlaunin og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs.

Úr Fjallaverksmiðju Íslands / af vef Forlagsins


Nánari upplýsingar á vef Forlagsins má lesa hér.